Félaga- og fyrirtækjaréttur

Hvernig fyrirtæki?

Þegar stofna á fyrirtæki er mikilvægt að vita hvaða rekstrarform hentar best. Ætlarðu að stofna fyrirtæki með félaga þínum, vini eða ættingja? Eða ætlarðu að stofna þitt eigið fyrirtæki? Einkahlutafélög, verslunarfélög og hlutafélög eru dæmi um rekstrarform fyrirtækja. Það skiptir miklu máli að vita hver ábyrgð þín er gagnvart félaginu en það helst í hendur við það hvaða rekstrarform er valið.

Samstarfssamningar eða hluthafasamningar

Samstarfssamningar eru mikilvægir í bæði verslunar- og hlutafélögum. Lög um hlutafélög og lög viðkomandi félags segja fyrir um hvernig stjórn félagsins skal háttað. Þó skiptir máli að hafa í huga að gera skriflegan samning á milli hluthafa í hlutafélagi þar sem hlutafélagalögin ná ekki yfir viðskipti á milli hluthafa. Hægt er að taka fram í samningunum hvaða reglur skuli gilda ef hluthafar eru ekki sammála, t.d. hvað varðar veikindi, skiptingu á hagnaði, verðmat, nýja hluthafa, samningsbrot, gjaldþrot, dauðsfall, séreign, búskipti og tryggingar. Upplýsingar um rekstrarform má nálgast á www.bolagsverket.se.