Umsjónarmaður, fjárhaldsmaður

Geti einstaklingur ekki séð um sín eigin mál getur dómstóll skipað umsjónarmann. Umsjónarmaður heyrir undir sýslumann (á sænsku överförmyndare) og skal gera grein fyrir umsýslu með eignir skjólstæðings síns.

Hægt er að skipa ólögráða og lögráða einstaklingum umsjónarmann.

Umsjónarmaður ólögráða einstaklings

Umsjónarmaður er skipaður fyrir ólögráða einstakling ef forráðamaður hans er óhæfur. Ef ólögráða einstaklingur og forráðamaður hans hafa sömu hagsmuni, t.d. ef báðir eru erfingjar í dánarbúi, er skipaður umsjónarmaður til að gæta hagsmuna ólögráða einstaklingsins.

Umsjónarmaður lögráða einstaklings

Oftast er umsjónarmaður skipaður fyrir lögráða einstakling vegna veikinda sem gera að verkum að viðkomandi þarf aðstoð við að gæta réttar síns, sjá um eignir sínar og hugsa um sig.

Fjárhaldsmaður

Ef ekki nægir að skipa umsjónarmann er fjárhaldsmaður skipaður. Hafi verið skipaður fjárhaldsmaður fyrir einstakling hefur einstaklingurinn verið sviptur sjálfræði í þeim málefnum er varða skipunina. Skipunin getur til dæmis tekið til bankareikninga viðkomandi.Fjárhaldsmaður heyrir einnig undir sýslumann (överförmyndare) og skal gera grein fyrir störfum sínum.

Héraðsdómur tekur afstöðu til umsókna um fjárhaldsmenn og umsjónarmenn.