Sameignarréttur

Sameignarréttur er það þegar tveir eða fleiri eiga fasteign eða lausafé saman. Ekki er óalgengt að systkini eigi saman sumarhús. Þá gilda lög um sameignarrétt.

Það getur verið ráðlegt að gera skriflegan samning um hvernig skuli reka og nýta fasteignina. Þetta getur verið flókið þegar margir eigendur eru að eigninni og allir vilja nýta hana yfir sumartímann. Hvernig á að leysa það?