Forræði yfir börnum

Foreldrar af mismunandi þjóðerni eru búsettir í Svíþjóð. Konan er frá Taílandi og maðurinn frá Eþíópíu. Að nokkrum árum liðnum skilja þau og konan neyðist til að yfirgefa fjölskylduna og flytja aftur til heimalands síns. Hver fær forræði yfir barninu og á barnið rétt á að hitta það foreldri sem ekki hefur forræði? Hvað gerist ef konan flytur frá Svíþjóð til heimalands síns með barnið? Fær barnið aldrei að hitta föður sinn framar? Til eru lög sem átt geta við um alþjóðleg lögskipti á ákveðnum sviðum. Einnig hafa sum ríki gert samninga sín á milli um málefni er tengjast þessu sviði.
www.ud.se www.barnkonventionen.se