Kaupsamningur - gjafabréf

Við getum hugsað okkur að fjölskylda nokkur eigi sveitasetur. Ekkjan stendur frammi fyrir því að börnin muni ekki geta átt eignina sjálf að henni genginni. Þess vegna veltir hún því kannski fyrir sér að gefa einu barninu setrið til þess að það verði áfram innan fjölskyldunnar. Eða á barnið að kaupa setrið? Ef til vill hefur það ekki efni á því. Það getur verið vert að hafa í huga að hægt er að skilyrða gjafir. Mjög mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar og réttaráhrif gjafabréf eða kaupsamningar hafa áður en ákveðið er hvað gert er. Þá er gott að fara yfir málið með lögmanni sem vel þekkir til á þessu sviði áður en ákvörðun er tekin.