Galli í fasteign

Hefur þú keypt fasteign sem síðar kom í ljós að í voru raka- eða mygluskemmdir? Ef til vill veltir þú því fyrir þér hvort þú getir krafið seljandann um skaðabætur en veist ekki hvert þú átt að snúa þér.

Hefur þú selt fasteign en stendur nú frammi fyrir því að kaupandinn krefur þig um skaðabætur vegna galla í fasteigninni sem hann sá ekki við skoðun?

Þegar fasteign er keypt hvílir rík skoðunarskylda á kaupanda.

Flóknar reglur gilda á sviði fasteigna- og skaðabótaréttar. Í almennum fasteignarétti eiga jarðalögin við. Í sérstökum málum innan fasteignaréttar kemur hið opinbera að málinu og þá eiga meðal annars lög um skiptingu fasteigna við, t.a.m. þegar skipta á upp lóð.