Sambúð

Sambúðarsamningur

Samkvæmt lögum um sambúð telst það vera sambúð þegar fólk býr saman sem par og heldur sameiginlegt heimili.

Bústaður og heimilismunir sem keyptir eru til sameiginlegra nota teljast vera sambúðareign. Til heimilismuna teljast til dæmis húsgögn, heimilistæki, sjónvarp o.fl. Bifreið telst ekki til sambúðareignar og ekki heldur hlutir til tómstundaiðkunar.

Samkvæmt lögum um sambúð skiptist sambúðareign jafnt, óháð því hvor aðilinn hefur greitt fyrir hana. Sé þess óskað að sambúðarlögin gildi ekki er hægt að gera sambúðarsamning. Aðilar geta sjálfir ákveðið hvað á að gilda um sambúð þeirra. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar aðilar eiga mismikið af sambúðareigninni.

Erfðaskrá

Sambúðarlögin veita aðeins vernd hvað sambúðarslit snertir.

Sambúðaraðilar erfa ekki hvor annan við dauðsfall. Til þess að svo megi verða er því mikilvægt að gera erfðaskrá.

Líftrygging

Sambúðaraðilar geta líftryggt sig og skráð hvor annan sem vátryggðan. Ef sambúðaraðili á barn úr fyrra sambandi getur hann greitt hluta arfsins með vátryggingarupphæðinni við dauðsfall. 

Búskipti á milli sambúðaraðila

Þegar sambúð er slitið á að skipta sambúðareign, þ.e. sameiginlegum bústað og heimilismunum, með búskiptum. Þetta verður annar sambúðaraðilanna að fara fram á innan árs frá sambúðarslitunum. Að ári liðnu er það of seint og fellur þessi réttur þá niður.

Búskipti eiga sér einnig stað við dauðsfall. Þá á eftirlifandi sambúðaraðili rétt á að fara fram á búskipti. Erfingjar sambúðaraðilans eiga á hinn bóginn ekki rétt á því.

Aðeins er hægt að gera búskipti við sambúðarslit eða dauðsfall en ekki á meðan sambúð stendur yfir.