Alþjóðlegur einkamálaréttur

Alþjóðlegur einkamálaréttur snýst um að skera úr um í hvaða landi skuli reka mál fyrir dómstólum. Í sumum tilvikum getur verið hægt að reka mál í fleiri en einu landi. Þetta er eitt af því fyrsta sem þarf að ákveða þegar reka skal mál þar sem fleiri en eitt land koma við sögu, t.d. ef hjón eru af mismunandi þjóðerni. Þegar því er lokið þarf að ákveða lög hvaða lands skuli eiga við í málinu.

Stundum getur komið sér vel að beita lögum annars lands en þess sem maður býr í. Þetta getur til dæmis átt við í deilum um framfærslu gagnvart maka. Forsendur þess eru að sjálfsögðu að fyrir hendi séu nægilega sterk tengsl við það land þar sem lögin gilda. 

Einnig er hægt að taka fram í samningi, t.d. kaupmála, hvers lands lög skuli gilda við túlkun samningsins eða við hugsanlegan hjónaskilnað. Þetta getur þýtt að dómstóll í Svíþjóð taki mið af til dæmis dönskum lögum við úrlausn deilu.