Forræðismál, framfærsluskylda gagnvart börnum og faðernismál

Forræðismál

Hagur barnsins skal hafður að leiðarljósi við allar ákvarðarnir er varða forræði, búsetu og umgengni. Þetta er grundvallarregla í sænskum barnalögum. Foreldrum hættir til að gleyma þessu þegar staðið er í skilnaði og deilt er um búsetu barnsins.

Framfærsluskylda gagnvart börnum

Þegar börn hafa jafna búsetu hjá báðum foreldrum sínum þarf yfirleitt hvorugt foreldrið að greiða börnunum framfærslu. Foreldrarnir geta komið sér saman um framfærslu. Ef börnin hafa ekki jafna búsetu hjá báðum foreldrum eiga foreldrarnir að sjá um framfærslu eftir því sem sanngjarnt má telja með tilliti til þarfa barnsins og samanlagðs efnahags foreldranna.

Faðernismál

Í undantekningartilfellum getur verið erfiðleikum bundið að ákvarða faðerni barns. Erfiðara er að ákvarða faðerni en móðerni þar sem það er yfirleitt líffræðileg móðir barnsins sem fæðir það. Í sænskum barnalögum eru ákvæði um aðkomu félagsmálayfirvalda að ákvörðun um faðerni og málaferlum í faðernismálum. Hefur erfingi í dánarbúi rétt á að höfða mál til véfengingar á faðerni barns?